Haustfundur HrossVest

Haustfundur Hrossaræktarsambands Vesturlands Verður haldinn 12. nóvember, kl. 14:00 í Hótel Borgarnesi Veitt verða verðlaun fyrir efstu kynbótahrossin í hverjum flokki og Ræktunarbú Vesturlands verðlaunað. Þá verða veitt heiðursmerki Hrossaræktarsamband Vesturlands til einstaklinga sem hafa lagt sitt af mörkum til félags- og ræktunarstarfs í þágu hestamennskunnar á Vesturlandi. Félagar eru hvattir til að mæta og taka þátt í opnum umræðum …

Frumtamningar námskeið á Skáney í desember.

Markmið námskeiðsins er að tryppið sé gert reiðfært,teymist á hesti og lagður góður grunnur að áframhaldandi þjálfun.  Helgarnar . 1-3 des, 8-10 des og 15-17 des.. Kennarar: Randi Holaker og Haukur Bjarnason Verklegt: Föstudagur 1 kennslustund, laugardagur 2 kennslustudir og sunnudagur 2 kennslustundir Námskeiðið samanstendur af: Bóklegt x 3 skipti Sýnikennsla x 3 skipti Verklegar kennslustundir x 15 skipti Innifalið …

Árshátíð hestamanna á Vesturlandi

Ágætu hestamenn á Vesturlandi og víðar  Komið er að Hestamannafélaginu Skugga að halda árshátíð Vestlenskra hestamanna og er boðað til hennar hér með í félagsheimilinu Lyngbrekku laugardaginn 18. nóvember n.k. Þriggja rétta kvöldverður – skemmtidagskrá og dans með Einari Þór og Rikka fram á nótt. Húsið opnar kl. 19:30 og borðhald síðan kl. 20 undir öruggri veislustjórn varaformanns LH, Jónu …

Málþing um reiðvegamál

Landssamband hestamannafélaga stendur fyrir málþingi um úrbætur í reiðvegamálum þann 14. október næstkomandi í Menntaskóla Borgafjarðar í Borgarnesi.Málþingið hefst kl.10:00 á skráningu og morgunverði og lýkur um 15:30-16:00 með samantekt og útbúin áskorun um úrbætur í reiðvegamálum. Léttur hádegismatur verður í boði LH. Nánari dagskrá verður auglýst síðarFulltrúar reiðveganefnda hestamannafélaga eru sérstaklega hvattir til að mæta, en málþingið er öllum …

Síðsumarferð Skugga

Áætlað er að fara síðsumarferð Skugga 25-27 Ágúst. Riðinn verður smá hringur og gist í Lambafelli aðfaranótt  laugardags og Torfhvalastöðum aðfaranótt sunnudags.   Skráning hjá Halldóru Jónasar  í Síma 8651052 eða Sandru Björk í síma 6983902. Kostnaði verður haldið í lágmarki og hann auglýstur síðar.   Ps  okkur vantar trúss, eldsneyti  og uppihald (matur og gisting) í boði. Ferðanefnd

Máni heimsmeistari

A úrslit í ungmennaflokki á HM2017 í Hollandi voru riðin í dag (laugardag). Þar komu Máni og Prestur inn með efstu einkunnina og gerðu þeir sér lítið fyrir og kláruðu verkefnið og er Máni því heimsmeistari ungmenna 2017. Skuggi sendir honum innilegar hamingjuóskir með þennan glæsilega árangur. Þeir félagar eru ekki hættir því keppni í 100 m. skeiði er eftir …

HM í Hollandi

Máni Hilmarsson, félagi í Skugga, og Prestur f. Borgarnesi stóðu sig frábærlega í dag en þá tóku þeir þátt í forkeppni fimmgangs F1. Hlutu þeir einkunnina 6,43 og dugði hún vel til að skila þeim í fyrsta sæti ungmenna. Fara þeir því beint í A úrslit á laugardaginn. Þeir eru einnig skráðir til leiks í T2, gæðingaskeiði PP1 og 250 …

Bikarmót Vesturlands

Ágætu félagar í hestamannafélögum á Vesturlandi.  Þá er komið að Bikarmóti Vesturlands og að þessu sinni er það haldið í Stykkishólmi sunnudaginn 30 júlí. Þetta er mót sem opið er fyrir félagsmenn vestlenskra hestamannafélaga og er stigamót þannig að efstu þrír í hverri grein telja til stiga fyrir félagið (árangur í forkeppni gildir). Áskilinn er réttur til að fella niður …

Þrjú silfur og eitt brons á Hólum

Íslandsmóti yngri flokka sem haldið var á Hólum lauk í dag. Árangur Skuggafélaga var góður, sérstaklega stóðu ungmennin sig vel. Uppskeran var þrjú silfur og eitt brons.  Húni Hilmarson og Gyðja f. Hlemmi III 2. sæti í gæðingaskeiði Þorgeir Ólafsson og Ögrunn f. Leirulæk 2. sætið í 100 m. skeiði Þorgeir Ólafsson og Hlynur f. Haukatungu-Syðri 2 3. sætið í tölti …

Íslandsmót yngri flokka á Hólum

Nú stendur yfir Íslandsmót yngri flokka á Hólum. Nokkrir Skuggafélagar eru þar skráðir til leiks. Bestum árangri hafa náð ungmennin Húni Hilmarsson á Gyðju frá Hlemmi III sem urðu í 2. sæti í gæðingaskeiði. Á morgun, sunnudag, keppa svo Máni Hilmarsson og Prestur f. Borgarnesi í A úrslitum í F2, en þeir eru í þriðja sæti eftir forkeppni, og Þorgeir …