Startmót Borgfirðings og Dreyra – opið mót

Startmót Borgfirðings og Dreyra Startmót Borgfirðings og Dreyra verður haldið á félagssvæði Borgfirðings við Vindás sunnudaginn 7. Júní n.k. Hefst það kl. 12. Keppt verður í eftirfarandi flokkum og greinum. Teymdir pollar og pollar.Skráning í tölvupósti) *Barnaflokkur T7 *Unglingaflokkur T3 *Ungmennaflokkur T3 *2. Flokkur T7 *1. Flokkur T3 * Opinn Flokkur T1 *Nýhestaflokkur (Fegurðartölt, Stöðvað, snúið við og sýnt annað …

Námskeið í SportFeng

Námskeið í SportFeng verður haldið miðvikudaginn 3. júní í Íþróttamiðstöðinn laugardal kl 19:00 Námskeiðið er mjög gagnlegt fyrir þá sem eru að standa í mótahaldi, t.d. mótsstjóra, starfsmenn í dómpalli, þuli, ritara og dómara. Mikilvægt að skrá fyrir 1. júní Skráning á námskeiðið  Ath, einnig er fyrirhugað að halda SportFengsnámskeið á Norðurlandi en það verður auglýst síðar Vonumst til að sjá …

Mót Borgfirðings 2020

Nú er búið að ákveða og raða niður mótum sumarsins, en mótaskráin fór öll úr skorðum af ástæðum sem öllum eru kunnar. Öll innimót féllu niður og því er þess að vænta að knapar séu orðnir mótaþyrstir. Fyrsta mótið verður s.k. Startmót Borgfirðings og verður það haldið sunnudaginn 7. júní n.k. og hefst kl. 12. Keppt verður í töltgreinum í …

Beitarhólf 2020

Umsóknir um beitarhólf fyrir árið 2020 skulu berast skriflega til beitarnefndar Borgfirðings fyrir 14. maí n.k., í netföng: dila@simnet.is, Ólafur Þorgeirsson (899 6179) sigurdur@menntaborg.is Sigurður Örn Sigurðsson (862 1378) Í umsóknum skal tilgreina fjölda hrossa sem sótt er um fyrir, í sumarbeit, í haustbeit eða í heilsársbeit. Mikilvægt er að umsóknir séu komnar til beitanefndar í síðasta lagi 14. maí, …

Landssýning kynbótahrossa 2020

Ákveðið hefur verið að blása til landssýningar á kynbótahrossum laugardaginn 27. júní á Gaddstaðaflötum við Hellu. Þar verða 10 efstu hross landsins, eftir dóma vorsins, ítarlega kynnt og verðlaunuð, í öllum flokkum hryssna og stóðhesta. Einnig verður um afkvæmasýningar að ræða en þeir stóðhestar sem eiga rétt á fyrstu- og heiðursverðlaunum fyrir afkvæmi geta komið þarna fram og verða verðlaunaðir. …

Reiðvegagerð

Nú er hafin vinna við lagningu reiðvegar milli Lindarholts og Ferjubakka og er það vonum seinna. Bætir þessi framkvæmd verulega úr brýnni þörf. Ennfremur má geta þess að Vegagerðin er að leggja nýjan reiðveg milli Hvítárvalla og Hvanneyrar í kjölfar mikilla vegaframkvæmda á þessari leið. Að loknum þessum framkvæmdum sé komin nokkuð góð reiðvegatenging milli Borgarness og Hvanneyrar, og svo …

Þegar frost fer úr jörðu

Rétt þykir að benda á, þótt þarflaust virðist, að umferð vélknúinna ökutækja er algerlega bönnuð á reiðvegum og velli félagsins, sérstaklega þegar hlánar. Reiðvegir eru ekki byggðir upp með það burðarþol að unnt sé að aka þá við allar aðstæður, og allra síst þegar frost er að fara úr jörðu. Því miður sjást þess dæmi að út af bregði.

Myndefni á WorldFeng

Félagið hefur keypt aðgang fyrir alla félagsmenn sína að því myndefni sem birt er á WorldFeng. Er hér um að ræða myndir frá eldri landsmótum og er sífellt að bætast við. Ef einhverjir eiga í erfiðleikum með að tengjast er velkomið að hafa samband við Þórdísi Arnardóttir fyrrum formann félagsins annað hvort á Facebook eða netfangið falkaklettur5@gmail.com . Mun hún …

Á tímum COVID19

Það eru sérkennilegir tímar nú um stundir og hafa verið síðustu vikur, samkomubann og óáran. Ekki er útséð um það ennþá hvenær aftur fer að verða óhætt að setja starf hestamannafélagsins af stað – það verður þó aldrei sem áður – Við erum væntanlega búin að missa af innitímabilinu að mestu og er skellurinn fyrir Faxaborg og Selás ehf mikill. …

FEIF Youth Cup 2020

FEIF Youth Cup 2020 verður haldinn í Vilhelmsborg í Danmörku 18. – 26. júlí 2020 og er fyrir unglinga sem eru 14 – 17 ára. Youth Cup er alþjóðleg keppni þar sem keppt er í T7, T3, T6, PP2, P2, V2, F2, V5, FR1, TR1, CR1, TiH Level 1, FS3, Team test. Hér fyrir neðan eru upplýsingar og umsóknareyðublað fyrir …