Heimasíðan

Eins og þið takið eftir þá renna fréttir ekki eins hratt til hliðar eins og þær gerðu. og eru aðeins fimm fréttir sem rúlla. Ef finna þarf eldri færslu þá þarf að fara í „allar fréttir“. Er þetta vonandi til bóta. Endilega sendið ábendingar á netfangið borgfirdingur@borgfirdingur.is um hvaðeina sem til bóta kanna að vera.

Frá aðalfundi Borgfirðings

Rétt rúmlega 80 manns sátu aðalfund Hmf. Borgfirðings 19.11.2019 – og var því þéttsetinn salurinn. Er ánægjulegt fyrir félagið að svo margir félagsmenn hafi séð sér fært að sækja aðalfundinn. Mun fundargerðin birtast hér innan  ekki langs tíma en á fundinum var kjörin ný stjórn félagsins. Einungis tveir úr átta manna stjórn félagsins halda áfram en þeir voru kjörnir til …

Íþróttamaður Borgfirðings

Á aðalfundi félagsins 19.11.2019 var lýst kjöri íþróttamanns Borgfirðings. Var það hún Kolbrún katla Halldórsdóttir en hún stóð sig frábærlega á mótum á árinu – m.a. reið hún til A úrslita bæði í fjórgangi og tölti í barnaflokki á Íslandsmóti í sumar. Er henni óskað til hamingju með þennan árangur og verður gaman að fylgjast með henni á keppnisbrautinni í …

Hæfileikamótun LH – Einstakt tækifæri fyrir unglinga

Einstakt tækifæri fyrir unglinga – Hæfileikamótun LH Með nýju fyrirkomulagi í afreksmálum LH hefur verið ákveðið að setja af stað verkefni fyrir unga og metnaðarfulla knapa, það kallast Hæfileikamótun LH og fer af stað veturinn 2020. Hæfileikamótun LH samanstendur af 6 hópum sem staðsettir eru í hverjum landshluta fyrir sig. Fjöldi knapa í hóp er 8. Gjaldgengir í hópinn eru …

Aðalfundur Borgfirðings

Aðalfundur 2019 Boðað er til aðalfundar Hestamannafélagsins Borgfirðings þriðjudaginn 19. Nóvember og og hefst hann kl. 20 í félagsheimi félagsins við Vindás. Dagskrá skv. lögum félagsins: Fundarsetning Kjör starfsmanna fundarins Formaður leggur fram og kynnir skýrslu stjórnar, um störf félagsins á síðasta starfsári. Gjaldkeri leggur fram reikninga félagsins til samþykktar, skoðaða og áritaða af skoðunarmönnum félagsins Skýrslur nefnda Umræður um …

Selás ehf

Einkahlutafélagið Selás ehf er félag í 100% eigu Hmf. Borgfirðings og leigir félagið Faxaborg af eiganda hússins, Faxaborg ehf. en það félag er í eigu Borgarbyggðar, Hmf. Borfisrðings og Hrossarættarsambands Vesturlands. Á aðalfundi Selás ehf sem haldinn var fyrir skömmu tóku eftirtaldir sæti í nýrri stjórn félagsins. Hrefna B. Jónsdóttir formaður, Dagný Sigurðardóttir gjaldkeri, Kristján Gíslason ritari og Oddur Björn …

Í aðdraganda aðalfundar

Nú er um að gera fyrir þá sem vilja bjóða sig fram að senda línu á borgfirdingur@borgfirdingur.is. Öllum framboðum og ábendingum verður komið til uppstillingarnefndar. Nú fer að líða að aðalfundi félagsins sem haldinn verður þriðjudaginn 19. nóvember n.k. . Fyrir fundinn þarf að vera búið að manna stjórn og allar nefndir. Í stjórn vantar í eftirfarandi embætti; Formaður (núverandi …

Uppskeruhátíð LH

Uppskeruhátíð Landssambands hestamannafélaga og Félags hrossabænda verður haldin laugardagskvöldið 2. nóvember í Súlnasal Hótel Sögu. Sérstakt tilboðsverð er á gistingu á Hótel Sögu fyrir gesti hátíðarinnar og hvetjum við þá sem hyggjast nýta sér það að panta gistingu tímanlega. Takið kvöldið frá!

Framboð eða tilnefningar til trúnaðarstarfa

Nú styttist í það að til aðalfundar verði boðað. Reikna má með að hann verði haldinn seinni hluta nóvembermánaðar, en skv. lögum félagsins á að halda hann fyrir 1. des. Fyrir fundinn þarf að vera búið að manna allar stöður, bæði í stjórn og nefndum en um fjölmörg embætti er að ræða. Því eru félagsmenn hvattir til að bjóða sig …

Rafveita í Vind – og Selási

Eins og hesthúseigendur í Borgarnesi vita er nú verið að leggja nýja rafveitu Rarik í hesthúsahverfið og þegar nýja veitan verður tekin í notkun á næstu vikum verður gamla veita hestamanna aflögð. Rarik tekur þá við húsanotkuninni en Borgarbyggð við götulýsingunni. Framkvæmdir við nýja veitu er á forræði Borgfirðings en gegn því fékkst 50% afsláttur af heimtauga- og mælagjaldi. Stefán …