Vefur um hestamennsku

Vert er að vekja athygli á vefnum hestamennska.is . Honum er haldið úti af félaga í Borgfirðingi, Ásdísi Haraldsdóttur í Álftanesi. Þarna er að finna „allskonar“ um hestamennsku, viðtöl og fræðsluefni um flest það sem að hestamennsku lítur. Eru allir hvattir til að skoða þennan vef og fræðast af honum. Þetta er flott framtak og þarft hjá Ásdísi. Hér er …

Íslandsmót fullorðinna verður haldið í ágúst á Hellu

Hestamannafélagið Geysir heldur Íslandsmót fullorðinna og ungmenna í hestaíþróttum á Hellu dagana 12. til 16. ágúst 2020. Keppnisnefnd LH hefur gefið út lágmörk inn á Íslandsmót og vakin er athygli á því að þau hafa verið hækkuð um 0,4 frá því sem verið hefur undanfarin ár í tölti T1, fjórgangi og fimmgangi og um 0,2 í gæðingaskeiði. Það er parið, …

Landsmót á Hellu 2020

Kæru félagsmenn! Nú geta félagsmenn keypt vikupassa á Landsmót Hestamanna sem haldið verður á Hellu 6. – 12. júlí 2020 og styrkt um leið félagið okkar. Með því að kaupa í forsölu í gegnum linkinn hér að neðan renna 1.000 kr til hestamannafélagsins. Miðaverð í forsölu er aðeins 16.900 kr. https://tix.is/is/specialoffer/dfbyuznknkjok Tökum höndum saman – styðjum félagið og tryggjum okkur …

Rafveitan í Vindási og Selási

Rafveita Rarik í hesthúsahverfinu í Borgarnesi: Nú eru allir mælakassar komnir á hesthúsin og mælar í þá. Því er hægt að tengja hesthúsin við nýju rafveituna þegar rafvirki hvers hesthúss eða hesthússeiningar hefur sótt um tengingu og þar með staðfest að það er í lagi með raflagnir inn í húsinu. Gömlu rafveitunni verður lokað 10. desember 2019 þannig að þau …

Umsóknarfrestur í hæfileikamótun LH er 3. des.

Hæfileikamótun LH fer af stað í janúar 2020, þar munu koma saman til æfinga ungir og hæfileikaríkir knapar víðsvegar af landinu. Verkefnið samanstendur af 6 hópum sem verða staðsettir í hverjum landshluta fyrir sig. Fjöldi knapa í hóp er 8. Gjaldgengir í hópinn eru unglingar á aldrinum 14-17 ára (unglingaflokkur). Frábært tækifæri fyrir unga knapa til að undirbúa sig með …

Uppfærð gjaldskrá fyrir Faxaborg

Stjórn Selás ehf samþykkti nýlega breytingar á gjaldskrá Faxaborgar. Óhjákvæmilegt var að hækka gjaldskrána enda hefur hún verið óbreytt í nokkur ár. Árskort kostar nú 30 þús. Gjaldskrána er að finna á heimasíðu Faxaborgar (faxaborg.is). Stjórnin er að vinna að því að kortleggja reksturinn. Kann það að taka einhvern tíma, en stjórnin er einhuga um að koma honum á réttan …

Heimasíðan

Eins og þið takið eftir þá renna fréttir ekki eins hratt til hliðar eins og þær gerðu. og eru aðeins fimm fréttir sem rúlla. Ef finna þarf eldri færslu þá þarf að fara í „allar fréttir“. Er þetta vonandi til bóta. Endilega sendið ábendingar á netfangið borgfirdingur@borgfirdingur.is um hvaðeina sem til bóta kanna að vera.

Frá aðalfundi Borgfirðings

Rétt rúmlega 80 manns sátu aðalfund Hmf. Borgfirðings 19.11.2019 – og var því þéttsetinn salurinn. Er ánægjulegt fyrir félagið að svo margir félagsmenn hafi séð sér fært að sækja aðalfundinn. Mun fundargerðin birtast hér innan  ekki langs tíma en á fundinum var kjörin ný stjórn félagsins. Einungis tveir úr átta manna stjórn félagsins halda áfram en þeir voru kjörnir til …

Íþróttamaður Borgfirðings

Á aðalfundi félagsins 19.11.2019 var lýst kjöri íþróttamanns Borgfirðings. Var það hún Kolbrún katla Halldórsdóttir en hún stóð sig frábærlega á mótum á árinu – m.a. reið hún til A úrslita bæði í fjórgangi og tölti í barnaflokki á Íslandsmóti í sumar. Er henni óskað til hamingju með þennan árangur og verður gaman að fylgjast með henni á keppnisbrautinni í …