Þegar frost fer úr jörðu

Rétt þykir að benda á, þótt þarflaust virðist, að umferð vélknúinna ökutækja er algerlega bönnuð á reiðvegum og velli félagsins, sérstaklega þegar hlánar. Reiðvegir eru ekki byggðir upp með það burðarþol að unnt sé að aka þá við allar aðstæður, og allra síst þegar frost er að fara úr jörðu. Því miður sjást þess dæmi að út af bregði.

Myndefni á WorldFeng

Félagið hefur keypt aðgang fyrir alla félagsmenn sína að því myndefni sem birt er á WorldFeng. Er hér um að ræða myndir frá eldri landsmótum og er sífellt að bætast við. Ef einhverjir eiga í erfiðleikum með að tengjast er velkomið að hafa samband við Þórdísi Arnardóttir fyrrum formann félagsins annað hvort á Facebook eða netfangið falkaklettur5@gmail.com . Mun hún …

Á tímum COVID19

Það eru sérkennilegir tímar nú um stundir og hafa verið síðustu vikur, samkomubann og óáran. Ekki er útséð um það ennþá hvenær aftur fer að verða óhætt að setja starf hestamannafélagsins af stað – það verður þó aldrei sem áður – Við erum væntanlega búin að missa af innitímabilinu að mestu og er skellurinn fyrir Faxaborg og Selás ehf mikill. …

FEIF Youth Cup 2020

FEIF Youth Cup 2020 verður haldinn í Vilhelmsborg í Danmörku 18. – 26. júlí 2020 og er fyrir unglinga sem eru 14 – 17 ára. Youth Cup er alþjóðleg keppni þar sem keppt er í T7, T3, T6, PP2, P2, V2, F2, V5, FR1, TR1, CR1, TiH Level 1, FS3, Team test. Hér fyrir neðan eru upplýsingar og umsóknareyðublað fyrir …

Í kjölfar samkomubanns

Þar sem sett hefur verið á samkomubann frá og með mánudegi er óhjákvæmilegt annað en dagskrá vetrarins raskist verulega hjá félaginu og öðrum þeim sem áætluðu að halda viðburði í Faxaborg og væntanlega líka í félagsheimilinu.  Ljóst er að fella verður niður mót, bæði í Vesturlandsdeild og eins fer KB- mótaröðin vart af stað fyrr en banninu verður aflétt. Má …

Sýnikennsla í Faxaborg

Sýnikennsla Faxaborg 20. mars kl 20. Sigvaldi Lárus Guðmundsson, skeið og þjálfun þess Sigvaldi starfar á Kvistum sem umsjónarmaður og aðal- þjálfari búsins. Sigvaldi hefur stundað hestamennsku frá blautu barnsbeini og útskrifaðist frá Háskólanum á Hólum. Hann hefur víðtæka reynslu í tamningum, þjálfun og kennslu. Sigvaldi er metnaðarfullur þjálfari með hestvænar aðferðir að leiðarljósi og leitar ávalt eftir góðu samstarfi …

Námskeið 50+ í Faxaborg

Námskeið fyrir 50+ . Þórdís Fjeldsted heldur vinsælu námskeiðin fyrir 50 ára og eldri. Kennt verður 18.mars / 1.aprí / 15. apríl / 29. apríl / 15. maí Tími er milli frá kl 18-20 í Faxaborg. Verð frá 13.000 – 19.500 kr eftir þátttöku. Lágmarksfjöldi 8 hámark 12 manns. Skránig: lisayr83@hotmail.com

KB mótaröð – fjórgangur

KB mótaröðin – fjórgangur Fjórgangur KB mótaraðarinnar fer fram í Faxaborg laugardaginn 7. mars n.k. Keppt verður í fjórgangi V2 í eftirfarandi flokkum (fjöldi skráninga ræður því hvað margir eru inn á í einu í forkeppni): Barnaflokki – unglingaflokki – ungmennaflokki – 2. flokki – 1. flokki og opnum flokki. Mótið hefst kl. 10. Dagskrá: Barnaflokkur Unglingaflokkur Ungmennaflokkur Úrslit í …

Frá Efnagreiningu ehf – Heyefnagreiningar

Hestamenn í Borgfirðingi athugið ! Þið getið skilið heysýnið ykkar eftir í Líflandi í Borgarnesi. Við greinum á 10-14 daga fresti Við bjóðum uppá heyefnagreiningar við ykkar hæfi! Takið lítinn visk á 3-4 stöðum í rúllinni og setjið í innkaupapoka (100-200gr af heyinu) fer eftir þurrkstigi. Miði í pokann eða límbdur utan á poka með, merktur eiganda, nafn, kt og …