Firmakeppni Borgfirðings

Firmamót Borgfirðings verður haldið í Borgarnesi þann 1. maí. Keppt verður eftirfarandi flokkum:PollarBörnUnglingarUngmenniKonurKarlar Hefst keppnin kl 13. Verðlaunaafhending og kaffiveitingar í félagsheimilinu að lokinni keppni.

Íþróttamót Hmf. Borgfirðings

Opið íþróttamót Borgfirðings verður haldið á félagssvæði Borgfirðings í Borgarnesi dagana 5. og 6. maí n.k. Mótið er opið félögum í hestamannafélögum í LH.Keppt verður í eftirfarandi flokkum og greinum. Pollaflokkur: Frjáls aðferð (9 ára og yngri)Barnaflokkur: Fjórgangur V2 – Tölt T3Unglingaflokkur: Fjórgangur V2 – Tölt T3Ungmennaflokkur: Fjórgangur V2 – Tölt T3 – Fimmgangur F2 – gæðingaskeið2. flokkur: Fjórgangur V2 – Tölt …

Keppnisnámskeið fyrir vana og óvana

Keppnisnámskeið fyrir vana og óvana Námskeiðið er ætlað fyrir börn, unglinga og ungmenni  Námskeiðið verður haldið í reiðhöllinni Faxaborg. Reiðkennari er Bjarki Þór Gunnarsson  Kennt verður alla þriðjudaga og byrjar námskeiðið 30.janúar og er til 27.mars.  Verð á námskeiðið er 13.500 fyrir félagsmenn og  26.000 fyrir aðra.  Skráning er hjá Auði Ósk í síma 867-2186 eða á netfangið aeskulydsnefndborgf@gmail.com  Fram …

Nafn sameinaðs félags

Sameinað hestamannafélag Faxa og Skugga sem formlega var stofnað til þann 16. Janúar s.l. hefur nú hlotið nafn. Lokið er rafrænni kosningu félagsmanna þar sem hægt var að velja á milli fimm nafna. Atkvæðaseðill var sendur út á 320 netföng og alls bárust 156 atkvæði. Féllu þau þannig: Hestamannafélagið Borgfirðingur 65 atkvæði eða 41,67% greiddra atkvæða Hestamannafélagið Taktur 49 atkv. …

Íþróttamaður Borgarfjarðar

UMSB útnefndi Mána Hilmarsson íþróttamann Borgarfjarðar við hátíðlega athöfn í Þinghamri 20.janúar. Máni var tilnefndur af hestamannafélaginu Skugga fyrir glæsilegan árangur á árinu 2017 en hann varð heimsmeistari í fimmgangi ungmenna á HM 2017 í Hollandi. Sameinað félag hestamanna í Borgarfirði óskar Mána innilega til hamingju með útnefninguna og óskar honum velfarnaðar á komandi ári.

Nafnakosning

Kosning um nafn á sameinuðu félagi hestamanna er hafin. Póstur hefur verið sendur á 315 gild netföng félaga í Faxa og Skugga með tengli á atkvæðaseðil. Frestur til að kjósa er til kl. 16 á mánudag 22. janúar. Athugið að það er aðeins hægt að kjósa einu sinni fyrir hvert netfang. Einnig þarf að gæta að því að ef póstföng …

Frá Vesturlandsdeild félags hrossabænda

Til þeirra sem þurfa að afsetja hross. Nú er farið að seljast meira af hrossakjöti á Japansmarkað og farið að farga hrossum til útflutnings þangað. Þeir sem vilja afsetja hross ættu því að hringja í Svenna á Hvammstanga s: 895-1147 eða Ingu Jónu á Hellu s: 512-1100 og tilkynna um afsetningu. Áríðandi er að halda slátrun áfram út febrúar svo þetta …

Sameining Faxa og Skugga

Sameining hestamannafélaga í Borgarfirði Þann 16. janúar s.l. var endanlega gengið frá sameiningu hestamannafélaganna Faxa og Skugga með því að haldinn var sameiginlegur framhaldsaðalfundur félaganna þar sem ný lög voru samþykkt og kosið var í stjórn og nefndir. Félagið hefur enn ekki hlotið nafn en félagsmenn munu kjósa, í rafrænni kosningu, milli fimm nafna sem valin voru úr innsendum tillögum. …

Framhaldsaðalfundur

Aðalfundarboð   Framhaldsaðalfundur Hestamannafélaganna Faxa og Skugga, fyrir starfsárið 2017 , verður haldinn þriðjudaginn 16. janúar 2018, kl. 20:30, í Félagsheimilinu við Vindás, í Borgarnesi.   Fyrri fundum félaganna lauk með samþykkt tillögu um sameiningu félaganna og er þetta því fyrsti fundur sameinaðs félags.   Dagskrá verður skv. eftirfarandi:   1.     Fundarsetning og kjör starfsmanna fundarins 2.     Laga­breytingar – Ný …

LH ÓSKAR EFTIR UMSÓKNUM Í AFREKSHÓP LH 2018

Tilgangur verkefnisins er að búa unga knapa undir að takast á við stór verkefni á sviði hestamennskunnar bæði hér heima og á erlendum vettvangi. Gjaldgengir í hópinn eru knapar á aldrinum 16 til 21. árs á árinu 2018. Valið er í afrekshóp til eins árs í senn. Í umsókn skulu koma fram allar grunnupplýsingar um umsækjandann, sem og keppnisárangur síðustu …