Umgengnisreglur

Handhafar árs- og mánaðarkorta hafa  aðgang að höllinni þegar hún er ekki í annarri skipulagðri notkun t.d. námskeið og sýningar. Miðað er við að höllin geti verið í notkun frá kl. 08:00 til 22:30.

takmarkaður aðgangur gildir frá kl,16,00 til 22,30 alla virkadaga og allan daginn um helgar

Fullorðnir handhafar árs- og mánaðarkorta mega hafa börn sín undir fermingu með sér í höllinni án þess að greiða fyrir þau. Börnin  í höllinni og eru þar ávallt á ábyrgð foreldranna.

Handhafar árs- og mánaðarkorta hafa aðgang að sal hallarinnar en ekki öðrum rýmum hennar.

Miðað er við að hver og einn sé ekki lengur en einn klukkutíma í höllinni í senn bíði aðrir eftir því að nota höllina.

Heimilt er að fjórir ótengdir aðilar þ.e. handhafar árs- og mánaðarkorta séu í höllinni í einu.

frumtamningar eru ekki leifðar á milli kl 16 og 20 eða þegar það eru námskeið í höllini

Árs og mánaðarkort eru gefinn út á kennitölu og hefur sá einn aðgang sem er skráður fyrir kortinu

misnotkun kann að leiða af sér að viðkomandi korti verður lokað án bóta

 

Þeir sem keypt hafa einkatíma í höllinni hafa hana einir til umráða.

Notendur hallarinnar skulu ganga snyrtilega um m.a. þrífa upp hestaskít eftir sína hesta og annað rusl. Óheimilt er að hafa hrossin laus í reiðhöllinni. Verði notendur uppvísir að slæmri umgengni er stjórn hallarinnar heimilt að banna þeim afnot af höllinni. Séu þeir búnir að greiða fyrir afnot af höllinni fram í tímann fá þeir það ekki endurgreitt.

Notkun á hesthúsi yfir nótt er ávallt háð samþykkis/leyfis frá stjórn.

Bæði notendur hallarinnar og gestir eru ávallt í höllinni á eigin ábyrgð.

Notendur hallarinnar skulu sýna hver öðrum tillitssemi og vera öðrum til fyrirmyndar í hvívetna.
Hjálmskylda er í höllinni.

Reykingar og notkun annnarra vímuefna eru stranglega bannaðar í reiðhöllinni.

Stjórn hallarinnar hefur ávallt heimild til að taka höllina undir sýningar eða aðra starfsemi og verða þá almennir notendur að víkja.