Aðalfundur 27.11.25 klukkann 20:00

Aðalfundur 27.11.25 klukkann 20:00
Stjórn hestamannafélagsins Borgfirðings boðar til aðalfundar þann 27. nóvember nk.
Fundurinn er haldinn í félagsheimili Vindási og hefst kl. 20.00
1. Fundarsetning
2. Kjör starfsmanna fundarins
3. Formaður leggur fram og kynnir skýrslu stjórnar, um störf félagsins á síðasta starfsári.
4. Gjaldkeri leggur fram reikninga félagsins til samþykktar, skoðaða og áritaða af
skoðunarmönnum félagsins
5. Skýrslur nefnda
6. Umræður um skýrslu stjórnar, ársreikninga og skýrslur nefnda, ásamt afgreiðslu á
ársreikningum
7. Kynning á inngöngu nýrra félaga og úrsögnum félagsmanna
8. Lagabreytingar.
9. Kosning stjórnar, varastjórnar, skoðunarmanna og nefnda.
10. Ákvörðun um félagsgjöld og hagagjöld
11. Fjárhagsáætlun fyrir næsta ár skal lögð fram af fráfarandi stjórn
12. Önnur mál, sem félagið varðar.
-Stjórninn

Meðfylgjandi er tillaga laganefndar um breytingar á lögum félagsins sem lögð verður
fyrir fundinn.

Tillaga til aðalfundar Hmf. Borgfirðings árið 2025
6. grein. Stjórn, kosningar Falli brott.
„Stjórn félagsins skipa átta manns: formaður, varaformaður, ritari, gjaldkeri og fjórir
meðstjórnendur. Formaður er kosinn sérstaklega, til eins árs í senn, aðrir stjórnarmenn
til tveggja ára, fjórir stjórnarmenn annað árið en þrír hitt árið. Verði stjórnarmaður kosinn
formaður á miðju kjörtímabili sínu skal kjósa annan í hans stað til eins árs. Stjórnin
skiptir sjálf með sér verkum á fyrsta stjórnarfundi eftir aðalfund.
Ný grein

6. grein. Stjórn, kosningar.
Stjórn félagsins skal kosin á aðalfundi og skipuð fimm aðalmönnum; formanni, ritara,
gjaldkera, varaformanni og meðstjórnanda. Jafnframt skal á aðalfundi kjósa þrjá
varamenn, sem taka sæti aðalmanna á stjórnarfundum í forföllum aðalmanna. Sá
varamaður sem hlýtur flest atkvæði er 1. varamaður o.s.frv. Stjórnarfundur er aðeins
ályktunarhæfur ef meirihluti stjórnar, þrír fulltrúar, taki þátt í fundinum. Formaður er
kosinn til eins árs í senn og aðrir aðalstjórnarmenn til tveggja ára í senn. Stjórn skal
skipta með sér verkum innan 10 daga frá kosningu. Verði stjórnarmaður kosinn
formaður á miðju kjörtímabili sínu skal kjósan annan í hans stað til eins árs. Varastjórn
er kosin til eins árs í senn. Varastjórnarmönnum er heimilt að sitja stjórnarfundi.
Á aðalfundi skal kjósa til eins árs í senn, tvo skoðunarmenn og tvo til vara, til að yfirfara
reikninga félagsins. Skoðunarmenn þurfa ekki að vera félagar í félaginu.
Kosningar skulu vera skriflegar ef tillaga kemur fram um fleiri en kjósa skal.
Komi til þess að formaður hverfi úr stjórn og varaformaður ekki reiðubúinn að taka við
hans starfi, skal boðað til almenns félagsfundar sem kýs nýjan formann fram að næsta
aðalfundi. Eins skal farið að ef meirihluti stjórnar og varastjórnar segir af sér.
Félagsfundur skal þá boðaður af eftirsitjandi stjórnarmönnum. Félagið skal ekki vera án
formanns eða fullskipaðarar stjórnar lengur en tvær vikur.
Kjörgengi til stjórnar og skoðunarmanna hafa félagar sem náð hafa 18 ára aldri.
11. grein. Starfsnefndir
Aðalfundur ákveður fjölda nefndarmanna hverju sinni.
Stjórn skal gera tillögu til aðalfundur um fjölda félaga í hverri nefnd hverju sinni.