Aðgangur að Faxaborg

Á síðasta aðalfundi var ákveðið að breyta fyrirkomulaginu varðandi aðgang að Faxaborg. Árgjaldið var hækkað nokkuð en í staðinn er aðgangur að Faxaborg gjaldfrír eftir kl. 16 virka daga og allan daginn um helgar. Hins vegar greiða þeir sem vilja nota aðstöðuna á daginn að kaupa kort sk. gjaldskrá. Árskort er á litlar 25.000.- kr., gjöf en ekki gjald. Þeir sem vilja nota höllina gjaldfrítt þurfa að setja sig í samband við Halldór Inga Jónsson og best er að ná í hann í gegn um Messenger spjallkerfið. Félagar mega ekki eiga útistandi félagsgjöld. Engin þörf er á því að bíða með að fá aðgang þótt ekki standi til að fara í höllina strax, því eru félagsmenn hvattir til að senda beiðni  á Halldór svo aðgangurinn virki örugglega þegar til á að taka.