Kæru félagar nú líður að aðalfundi félagsins sem haldinn verður þann 13. nóvember nk. í félgsheimilinu Vindási kl. 20.
Við hvetjum félaga til að bjóða sig fram í stjórn félagsins eða í hinar fjölmörgu nefndir sem starfræktar eru Stjórn og nefndir https://borgfirdingur.is/stjorn-og-nefndir/ |Borgfirðingur Á listanum eru nöfn þeirra sem skipa stjórn og nefndir félagsins fram að boðuðum aðalfundi.
Félagið byggir á því að félagarnir taki þátt í starfseminni. Mikið af góðu fólki er starfandi í félaginu og hvetjum við sem flesta til að láta í sér heyra og gefa kost á sér til hinna ýmsu starfa. Hestamannskan er dásamlegt sport og ekki er síður gaman að starfa með góðu fólki sem sinnir sama áhugamáli. Best er að hafa samband við einhvern stjórnarmeðlima til að gefa kost á sér.
– Stjórnin.
