Þann 17.
nóvember næstkomandi verður blásið til hátíðar í tilefni af 90 ára afmæli
Hestamannafélagsins Glaðs og um leið verður þetta árshátíð vestlenskra
hestamanna.
Undirbúningur
er kominn á fullan skrið og það sem nú þegar er búið að ákveða er:
- dagsetningin
er sem fyrr segir laugardagurinn 17. nóvember - hátíðin
verður haldin að Laugum í Sælingsdal og þar verður gisting í boði - Guðbrandur
Gunnar Björnsson, kokkur mun laða fram veislumáltíð - veislustjóri
verður enginn annar en Jóhann Sigurðarson, leikari - að
lokinni máltíð og dagskrá verður slegið upp balli og dansað fram á nótt
Hátíðin verður
nánar auglýst mjög fljótlega, m.a. á vef Glaðs, www.gladur.is,
á facebook og víðar en nú er um að gera að taka strax daginn frá (já, og
nóttina)!
Afmælisnefnd
Glaðs