Frá aðalfundi

Að afloknum aðalfundi.

Hestamannafélagið Borgfirðingur hélt aðalfund sinn þann 27. nóvember s.l. Á dagskrá voru hefðbundin fundarstörf lögum samkvæmt en á þeim voru gerðar breytingar á fundinum. Gengu þær út á það að fækka stjórnarmönnum í 5 aðalmenn og 3 til vara en frá stofnun félagsins hafa verið 8 í stjórn. Fundargerð fundarins má finna á heimasíðu félagsins. Formaður var kjörinn Kristján Gíslason, aðrir í stjórn eru Heiða Dís Fjeldsteð varaformaður, Elísabet Ýr M Egilsdóttir ritari, Þorsteinn Oddur Hjaltason gjaldkeri og Ísólfur Ólafsson meðstjórnandi. Varamenn eru Þórdís Fjeldsteð, Sigríður Ása Guðmundsdóttir og Valdimar Reynisson. Eins var kosið í starfsnefndir enda eru framundan mörg spennandi verkefni, mótahald ýmiskonar, námskeiðahald og verkefni er lúta að æskulýðsstarfi svo eitthvað sé nefnt. Stjórn og nefndir eru einhuga um að standa fyrir öflugu starfi á komandi starfsári með góðri aðkomu félagsmanna.

 

Með félagskveðju

Kristján Gíslason form.