Minningarorð

Í dag er borin til hvíldar heiðursfélagi Borgfirðings Ólöf K. Guðbrandsdóttir.
Hestamannafélagið Borgfirðingur kveður kæran félaga og þakkar hennar framlag til hrossaræktar.
Með mikilli einurð og dugnaði hefur Olla sinnt hrossarækt frá unga aldri. Erfitt er að gera uppá milli þeirra höfðinga sem eru úr hennar ræktun má þó nefna Aðal frá Nýja-Bæ sem lifir húsmóður sína og öðlinginn Skjanna frá Nýja-Bæ sem nýfallinn er frá. Einnig voru og eru margar góðar hryssur til úr hennar ræktun. Mynd sem fylgir er af Ollu og Nútíð fá Nýja-Bæ.
Með milli reisn tókst Olla á við líf sitt hvort sem var um erfiðleika eða velgengni. Um ókomna tíð mun hennar nafn oft bera á góma þegar talað er um góða hesta eða góða ræktun. Þannig munu spor Ollu í Nýja-Bæ aldrei mást út.
Hafðu góða ferð í sumarlandið kæra vinkona. Gæðingar verða meðal þeirra sem taka á móti þér.
Fyrir hönd Hestamannafélags Borgfirðings
Steinunn Árnadóttir