Almennt keppnisnámskeið

Almennt keppnisnámskeið yngri flokka og leiðsögn á landsmót. Boðið verður uppá keppnisnámskeið fyrir börn, unglingar og ungmenni í 10 – 12 skipti sem alls sem deilast niður frá febrúar fram að landsmóti ásamt því að kennari fylgir keppendum á landsmót. Möguleiki á aukaæfingum í júní/júlí eftir þörfum og áhuga. Kennarar verða Flosi Ólafsson og Klara Sveinbjörnsdóttir og vinna þau saman ásamt því að skiptast á við kennslu í vetur. Námskeiði er fyrir alla sem hafa áhuga á að auka færni sína og áhuga í átt að keppni og eða stefna á landsmót. Verð fer eftir fjölda þátttakenda og niðurgreiðir Borgfirðingur til sinna félagsmanna. Klara Sveinbjörnsdóttir er reiðkennari og tamningamaður frá Háskólanum á Hólum þar sem hún hlaut verðlaun fyrir bestan árangur í lokaprófi og reiðmennskugreinum við skólann. Hún starfar nú við tamningar og þjálfun í Hjarðartúni og hefur mikla reynslu á keppnisvellinum frá unga aldri. Flosi Ólafsson er reiðkennari og tamningamaður frá Háskólanum á Hólum. Hann starfar nú við tamningar og þjálfun í Hafnarfirði. Flosi byrjaði ungur að ná góðum árangri bæði á keppnis- og kynbótavellinumen hann sýndi meðal annars Fork frá Breiðabólsstað landsmótssigurvegara í 5 vetra flokki stóðhesta árið 2016. Flosi er í keppnisliði Hrímnis/Export Hesta í Meistaradeildinni í vetur.

Skráning er hjá sigridurasa@simnet.is