Landsmót UMFÍ 50+

Í dag var skrifað  undir samning milli UMSB, Borgarbyggðar og UMFÍ um Landsmót 50+ sem haldið verður í Borgarnesi dagana 19. – 21. júní í sumar. Meðal keppnisgreina verða hestaíþróttir. Því geta allir sem eru orðnir 50 ára farið að hlakka til og stefna á það að taka þátt í mótinu. Ekki er búið að fastsetja keppnisgreinar en vænta má þess að boðið verði upp á fjórgang, fimmgang og tölt hið minnsta.