Námskeið hjá Súsönnu Sand
Síðasti skráningardagur er á fös 7 jan 😊
Súsanna Sand reiðkennari frá Háskólanum á Hólum, íþrótta og gæðingakeppnisdómari. Mun koma i vetur í Borgarnes og halda reiðnámskeið fyrir börn,unglinga og ungmenni í félaginu, Hún hefur endurmenntað sig undanfarin ár í spænskri reiðmennsku í Andalúsíu. Þar er lögð áhersla á líkamsbeitingu knapa og hests með áherslu á burð léttleika og þjálni.
Súsanna verður með einstaklingsmiðaða kennslu með áherslu á líkamsbeitingu knapa og hests. Námskeiðið hentar öllum krökkum sem vilja bæta sig og sinn hest😊
Kennt verður í einkatimum annað hvert miðvikudagskvöld í vetur.
Verð hver timi fyrir börn/unginga 5000
Verð hver timi fyrir ungmenni 8000
Skráning hja Iðunni í skilboðum eða á idunnsvansdottir@gmail.com
Fyrsti timinn byrjar 12 jan