Breytingar í rekstri Faxaborgar

Nú um áramótin var gerð sú breyting á rekstrarfyrirkomulagi Faxaborgar að Hestamannafélagið Borgfirðingur tekur við rekstri Faxaborgar og verður Selás ehf. sem er félag í eigu Borgfirðings og hefur verið leigutaki hússins frá upphafi, lagt niður. Því mun Sigurþór Ágústsson taka við skráningum og pöntunum í Faxaborg fyrst um sinn. Er hann með netfangið austurholt3@simnet.is . Þetta fyrirkomulag mun hafa í för með sér margháttaða hagræðingu fyrir félagið og rekstur Faxaborgar. Er ætlunin heimasíða Faxaborgar, faxaborg.is verði hluti af síðu Borgfirðings og stefnt er að aukinni virkni hennar.