Júní, 2019

14jún(jún 14)13:0016(jún 16)18:00Vorferð Hmf. Borgfirðings

Nánari upplýsingar

Þá er komið að vorferðinni og verður hún 14 til 16 júni eins og áður hefur komið fram. Riðið verður frá Kópareykjum að Húsfelli á föstudeginum. Lagt verður af stað kl 13:12 stundvíslega. Hægt er að koma með hross að Kópareykjum kvöldið áður en það verður að vera í sambandi við Jón útaf því. Laugardaginn verður farið í góðan reiðtúr undir styrkri stjórn Jóns á Kópa. Lagt af stað kl 13:02 (staðartími Reykdælinga) Sunnudagurinn er heimferð hvort sem menn ríða áleiðis eða alla leið eða vilja keyra hrossin heim.
Gist er í Gamla bænum í Húsafelli hjá Sæmundi og kostar 6000 kr per nótt. 12000 kr báðar. Taka þarf fram við skráningu hvort viðkomandi ætli að vera í gistingu eða ekki útaf takmörkuðu gistiplássi innandyra, en hægt er að tjalda á staðnum líka.
Fæði sér hver og einu um fyrir sig en grill verður á staðnum og græjur til að upphitunar.

Skráning og upplýsingar hjá:
Jón Kópareykjum 8936538
Steini Hjalta 6693614
Síðasti skráningardagur er 1 júní.

Klukkan

14 (Föstudagur) 13:00 - 16 (Sunnudagur) 18:00

X
X