Aðalfundur
Hestamannafélagsins Skugga, fyrir starfsárið okt. 2016 – sept. 2017 , verður
haldinn fimmtudaginn 30. nóvember 2017, kl. 20:30, í Félagsheimilinu við
Vindás.
Dagskrá
(skv. 6.gr. laga félagsins):
1. Fundsetning og
kjör starfsmanna fundarins
2. Skýrsla
stjórnar – (Umræða um skýrslu stjórnar)
3. Gjaldkeri
leggur fram reikninga félagsins til samþykktar, skoðaða og áritaða af skoðunarmönnum
félagsins – (Umræða um reikninga félagsins)
4. Skýrslur nefnda
– (Umræða um skýrslur nefnda)
5. Kynning á
inngöngu nýrra félaga og úrsögnum félagsmanna
–
Tillaga um sameiningu Skugga og Faxa
6. Lagabreytingar
7. Kosning
stjórnar, varastjórnar, skoðunarmanna, nefnda og fulltrúa á L.H. og U.M.S.B. þing.
8. Félags- og
hagagjöld
9. Önnur mál.
10. Fundi slitið
Fyrir dagskrárlið nr. 6; Lagabreytingar,
verður borin fram, af stjórn félagsins, tillaga um sameiningu Skugga og Faxa,
sem fylgir með fundarboði þessu:
„Sameiningarnefnd
Skugga leggur til við aðalfund félagsins að samþykkt verði að sameina
hestamannafélögin Skugga og Faxa á eftirfarandi forsendum, tölusettum nr.
1.-6..“
Eftir kosningu um sameiningu
verður aðalfundi frestað og dagskrárliðir 6.-10. afgreiddir á
framhaldsaðalfundi, sem boðaður verður með 7 daga fyrirvara, skv. lögum
félagsins
Kaffiveitingar í boði
félagsins.
Stjórn Hmf.
Skugga