Aðalfundur

Hestamannafélagið Borgfirðingur boðar til aðalfundar 29. nóvember 2022 kl 20:00 í félagsheimilinu vindási. Hvetjum alla félagsmenn til að mæta. Léttar veitingar og heitt á könnunni!

Dagskrá:

 • Fundarsetning
 • Kjör starfsmanna fundarins
 • Skýrsla stjórnar
 • Reikningar félagsins til samþykktar
 • Skýrslur nefnda
 • Umræður um skýrslu stjórnar, ársreikninga og skýrslur nefnda, ásamt afgreiðslu á ársreikningum
 • Fjárhagsáætlun fyrir næsta ár skal lögð fram af fráfarandi stjórn
 • Kynning á inngöngu nýrra félaga og úrsögnum félagsmanna
 • Tilllögur að breytingu á lögum félagsins:
  – Í grein 11. Fastanefndir verði:

  • Æskulýðsnefnd
  • Mótanefnd
  • Reiðveganefnd
  • Vallar- og umhverfisnefnd
  • Laganefnd
  • Húsnefnd félagsheimilis
  • Reiðhallarnefnd
  • Beitarnefnd
  • Fræðslunefnd
  • Skemmtinefnd

   – Í grein 14:

  • „Stjórn félagsin er óheimilt að selja eða veðsetja fasteignir þess, kaupa fasteignir eða hefja byggingu þeirra, nema samþykki lögmæts félagsfundar komi til. Ef stjórn hyggst leita samþykkis fundar fyrir slíkri ráðstöfun skal geta þess í fundarboði. Heimildir samkvæmt grein þessari skal nota innan tveggja ára frá því þær eru veittar.”
 • Kosning stjórnar, varastjórnar, skoðunarmanna og nefnda.
 • Ákvörðun um félagsgjöld og hagagjöld
 • Önnur mál, sem félagið varðar.