Framundan er gæðingamót Borgfirðings en það verður haldið laugardaginn 8. júní n.k. líkt og kemur fram í mótaskrá LH. Á gæðingamótum er það hesturinn sem keppir en ekki knapinn líkt og á íþróttamótum. Því er það skilyrði að hesturinn sé í eigu félagsmanns (A og B flokkar gæðinga) og börn, unglingar og ungmenni þurfa að vera félagsmenn og keppa á hesti í eigu félagsmanns einnig. Skráning í Worldfeng segir til um eignarhald og er tilskilið í lögum LH að hestur er gjaldgengur á mót sé hann í eigu félagsmanns eigi síðar en á lokadegi skráningar. Þessa er getið hér vegna þess að við skráningar á flest mót undanfarin ár hafa komið upp álitamál varðandi eignarhald. Núna er þetta alveg ljóst hvernig því skuli háttað og leyfa lög engar undantekningar. En auglýsing um mótið kemur fljótlega – en takið daginn frá.