Borgarverksmót Borgfirðings – Niðurstöður

Hægt er að finna niðurstöður Borgarverksmóts Borgfirðings undir tengli neðan við þessa frétt. Mótið sjálft hófst kl. 9 á laugardag og fór öll forkeppni ásamt skeiðgreinum fram þann dag. Á sunnudag hófst keppni kl. 9:30 og var riðið til úrslita í 16 greinum í 6 flokkum. Alls var því keppt í 19 mismunandi greinum þegar skeiðgreinar eru taldar með. Skráningar voru 115 þegar upp var staðið. Var því hér um ágætlega stórt mót að ræða. Keppnin fór vel fram og gekk mótið vel fyrir sig. Veður var með eindæmum gott þessa daga og nutu allir þeir sem á svæðinu voru þess ríkulega.

Niðurstöður Borgarverksmóts Borgf. – Heild