Gæðingamót Hmf. Borgfirðings

Gæðingamót Borgfirðings og úrtaka fyrir landsmót

Mótið verður haldið 02.júní á félagssvæði Borgfirðings við Vindás í Borgarnesi.

Keppnisgreinar: 

A-flokkur gæðinga

B-flokkur gæðinga

Ungmennaflokkur

Unglingaflokkur 

Barnaflokkur

Pollaflokkur (engin röðun)

Hmf. Borgfirðingur má senda 5 keppendur í hvern flokk á LM2018.

Skráningargjald í A-flokki, B-flokki og ungmennaflokki er 4.500 kr, og í unglingaflokki og barnaflokki 3.500 kr. ekkert skráningargjald er í pollaflokki.

Við viljum minna á að þátttaka á mótinu er bundin aðild að hestamannafélaginu Borgfirðingi í polla-barna-unglinga og ungmennaflokki (hestur þarf einnig að vera í eigu félagsmanns).Í A-flokki og B-flokki þarf eigandi hestsins að vera í Borgfirðingi. Keppni hefst stundvíslega klukkan 09:30.

Skráning fer fram á sportfeng og hefst 23.05 2018 og lýkur á miðnætti 30.05.2018, velja þarf Borgfirðing sem mótshaldara og mótið Gæðingamót Borgfirðings, kvittanir fyrir greiðslu á skráningargjaldi sendist á hmf.borgfirdingur@gmail.com, pollar senda skráningar á netfangið falkaklettur5@gmail.com þar sem þarf að koma fram nafn og aldur knapa og nafn hests.

Þeir sem hafa áhuga á að leigja stíu í reiðhöllinni Faxaborg geta sent pantanir á Heiðu Dís Fjeldsted í netfangið ferjukot@gmail.com

Mótanefnd