LM2018 í Víðidal

Örfréttir af landsmóti. Í gær var sérstök forkeppni í barna – og unglingaflokki. Allir okkar keppendur stóðu sig með miklum sóma. Kolbrún Katla Halldórsdóttir, á Sigurrós f. Söðulsholti, komst í milliriðil í barnaflokki en hún varð í 5. sæti. Í dag var svo forkeppni B flokki og ungmennaflokki. Bestum árangri okkar hesta í B flokki náði Þjóstur f. Hesti, setinn af Valdísi Ýr Ólafsdóttur en þau eru í 24-25 sæti og keppa í milliriðli. Í ungmennaflokki var hart barist eins og í öðrum flokkum og stóðu okkar keppendur sig frábærlega vel. Af þeim komust þrír þeirra í milliriðil, Þorgeir Ólafsson og Hlynur Frá HaukatunguMáni Hilmarsson og Lísbet frá Borgarnesi og Húni Hilmarsson og Neisti f. Grindavík. Á morgun verður svo forkeppni í A flokki. Hægt er að fylgjast með keppni á landsmot.is sem og á worldfeng. Myndin er af Þjósti f. Hesti og Valdísi Ýr Ólafsdóttur.