Heimasíða Hmf. Borgfirðings

Þá er loks komið að því að heimasíða félagsins líti dagsins ljós. Hér er ætlunin að safna saman fróðleik og fréttum úr starfi félagsins sem og úr hestamennskunni almennt ef það er talið eiga erindi til félagsmanna. Þessi síða er unnin af fyrirtækinu Netvöktun ehf í Borgarnesi. Stefnan er að birta hér fundargerðir bæði adalfunda og svo stjórnarfunda svo félagsmenn geti á sem bestan hátt fylgst með því sem á borðum stjórnar er hverju sinni. Einnig verður sögunni gerð skil eftir því sem tími og tækifæri gefast, þ.e. hér verður sem sagt stefnt að varðveislu efnis frá Faxa og Skugga. Það mun hinsvegar gerast á lengri tíma.
Þessi heimasíða mun svo að sjálfsögðu þróast og vonandi batna í tímans rás og verða öflugt verkfæri til miðlunar og geymslu upplýsinga. Hér er svo ætlunin líka að vera með öflugan myndabanka þar sem unnt verður að safna saman myndum frá viðburðum félagsins.