Íslandsmót yngri flokka á Hólum

Nú stendur yfir Íslandsmót yngri flokka á Hólum. Nokkrir Skuggafélagar eru þar skráðir til leiks. Bestum árangri hafa náð ungmennin Húni Hilmarsson á Gyðju frá Hlemmi III sem urðu í 2. sæti í gæðingaskeiði. Á morgun, sunnudag, keppa svo Máni Hilmarsson og Prestur f. Borgarnesi í A úrslitum í F2, en þeir eru í þriðja sæti eftir forkeppni, og Þorgeir Ólafsson á Hlyn f. Haugatungu-Syðri 2 í A úrslitum í T4 þar sem þeir koma inn með þriðju hæstu einkunn. Húna er óskað til hamingju með flottan árangur og þeim Mána og Þorgeiri fylgja góðar óskir inn í A úrslitin og hamingjuóskir með árangur hingað til.