Íþróttamót Hmf. Borgfirðings

Opið íþróttamót Borgfirðings verður haldið á félagssvæði Borgfirðings í Borgarnesi dagana 5. og 6. maí n.k. 

Mótið er opið félögum í hestamannafélögum í LH.

Keppt verður í eftirfarandi flokkum og greinum. 

Pollaflokkur: Frjáls aðferð (9 ára og yngri)

Barnaflokkur: Fjórgangur V2 – Tölt T3

Unglingaflokkur: Fjórgangur V2 – Tölt T3

Ungmennaflokkur: Fjórgangur V2 – Tölt T3 – Fimmgangur F2 – gæðingaskeið

2. flokkur: Fjórgangur V2 – Tölt T3

1. flokkur. Fjórgangur V2 – Tölt T3 – Tölt T4 -Fimmgangur F2 og gæðingaskeið

Opinn flokkur: Fjórgangur V1 – Tölt T1 – Fimmgangur F1 og gæðingaskeið

Skeið 100 metra

Skráning fer fram í gegn um Sportfeng (mótshaldari Borgfirðingur) og verður skráningu lokað þann 2. maí klukkan 14:00.

Skráning í pollaflokk fer í gegnum hmf.borgfirdingur@gmail.com þar sem fram þarf að koma nafn knapa, aldur knapa, nafn hests og litur og hvorn flokkinn á að skrá barnið í, þ.e. pollar sem teymt er undir og pollar sem ríða sjálfir. Vinsamlegast athugið að pollum er óheimilt að mæta á stóðhestum.

Skráningargjöld eru engin í pollaflokki

Skráningargjald í barna og unglingaflokki er kr. 2.500.- pr. grein. 

Skráningargjald í ungmennaflokki og fullorðinsflokki er kr. 3.500 pr. grein.

Skráningargjald í gæðingaskeið 3.500 kr.

Skráningargjald í flugskeið 2.500 kr.

Mótanefnd áskilur sér rétt til að sameina og /eða fella niður greinar og flokka ef ekki næst næg þáttaka. Stefnt er að tveggja daga móti en verði skráningar fáar áskilur mótanefndin sér rétt til að klára mótið á einum degi. Vinsamlegast athugið að ef greiðsla hefur ekki borist er keppandi ekki skráður á mótið. 

Hægt er að hafa samband við Maríu Magnúsdóttir 899 5600 (maria@maria.is) til þess að leigja stíur í reiðhöllinni Faxaborg yfir mótið.

Kær kveðja Mótanefnd Borgfirðings