Nafn sameinaðs félags

Nafnasamkeppni!

 

Vinnuhópur um sameiningu
Faxa og Skugga, sem hefur það hlutverk að fylgja eftir samþykkt félaganna frá
30. nóv. s.l. um sameiningu Faxa og Skugga hefur ákveðið að efna til samkeppni
um nafn á félaginu.

Af því tilefni óskum við eftir hugmyndum að
nýju nafni á hestamannafélagið. Tillögum að nafni má skila á netfangið umsb@umsb.is fyrir 1.janúar 2018. Öllum
áhugasömum er frjálst að senda inn tillögur og gaman væri ef það fylgdi tillögunni
útskýring, rökstuðningur eða tenging í héraðið.

Í framhaldinu verður kosið um nýtt nafn í
rafrænni kosningu meðal félagsmanna sem verður nánar auglýst þegar nær dregur.

 

F.h sameiningarnefndar félaganna

Pálmi Blængsson, framkvæmdastjóri UMSB.