Nafn sameinaðs félags


Sameinað hestamannafélag
Faxa og Skugga sem formlega var stofnað til þann 16. Janúar s.l. hefur nú
hlotið nafn. Lokið er rafrænni kosningu félagsmanna þar sem hægt var að velja á
milli fimm nafna. Atkvæðaseðill var sendur út á 320 netföng og alls bárust 156
atkvæði. Féllu þau þannig:

Hestamannafélagið
Borgfirðingur 65 atkvæði eða 41,67% greiddra atkvæða

Hestamannafélagið Taktur
49 atkv. eða 31,41%

Hestamannafélagið Fjöður
22 atkvæði eða 14,10%

Hestamannafélagið Skeifa
11 atkv. eða 7,05%

Hestamannafélagið Glampi
9 atkv. eða 5,77%

 

Samkvæmt niðurstöðu
kosningar mun félagið heita Hestamannafélagið Borgfirðingur.

Unnið er að gerð facebook síðu fyrir félagið og eins
er verið að vinna í heimasíðumálum.