Sumar – og haustbeit, pantanir

Umsóknir um beitarhólf fyrir árið 2019 skulu berast skriflega til beitarnefndar Borgfirðings fyrir 13. maí n.k., í netföng:
dila@simnet.is, Ólafur Þorgeirsson (899 6179)
sigurdur@menntaborg.is Sigurður Örn Sigurðsson (862 1378)

Í umsóknum skal tilgreina fjölda hrossa sem sótt er um fyrir, í sumarbeit, í haustbeit eða í heilsársbeit.
Mikilvægt er að umsóknir séu komnar til beitanefndar í síðasta lagi 13. maí, n.k., annars er ekki tryggt að félagsmenn fái beitarhólf.
Skilyrði fyrir úthlutun, er eins og áður, að gengið sé frá beitarsamningi og greiðslu beitargjalds áður en beitartími hefst, en skv. samningi við Borgarbyggð er það 10. júní, ár hvert. Stjórn félagsins vill árétta að þeir sem skulda beitargjöld 2018 fá ekki úthlutað 2019.

Beitarnefnd vill, af gefnu tilefni, árétta að beitarhólfin eru eingöngu ætluð fyrir reiðhross, en ekki stóðhesta, tryppi, ótamin hross eða folaldsmerar!

Beitarnefnd Borgfirðings