Tilkynning vegna reksturs á hrossum

Stjórn hestamannafélags Borgfirðings sendir hér með tilkynningu vegna reksturs á hrossum í hesthúshverfinu í Borgarnesi.
Nota skal svokallaðan Bjarnhólahring til rekstursins.
Rekið skal fyrir hádegi sunnudaga, mánudaga miðvikudaga eða fimmtudaga.
Gæta skal vel að umferð annarra hestamanna á meðan á rekstri stendur og ganga frá spottum og línum strax á eftir.
Stjórnin