Sameiginleg sýnikennsla 1. febrúar

Við hjá Borgfirðing erum mjög rík af flottum reiðkennurum, en  fræðslunefndin hefur fengið  þau Denise, Guðmar, Heiðu Dís og Sofiu í lið með sér og  verða  þau  með sameiginlega sýnikennslu 1.feb í Faxaborg. Ætla þau að gefa sína vinnu og mun því innkoman renna óskipt til styrktar fræðslustarfi innan félgsins. Verðum einnig með happdrættismiðar  til sölu með mjög veglegum vinningum. …

Tilkynning vegna reksturs á hrossum

Stjórn hestamannafélags Borgfirðings sendir hér með tilkynningu vegna reksturs á hrossum í hesthúshverfinu í Borgarnesi. Nota skal svokallaðan Bjarnhólahring til rekstursins. Rekið skal fyrir hádegi sunnudaga, mánudaga miðvikudaga eða fimmtudaga. Gæta skal vel að umferð annarra hestamanna á meðan á rekstri stendur og ganga frá spottum og línum strax á eftir. Stjórnin

Lög hestamannafélags Borgfirðings

Flipinn sem vísar á lög hestamannafélagsins er óvirkur eins og er. Hægt er að sjá lögin hér þar til hann kemst í lag. Lög hestamannafélags Borgfirðings

Aðalfundur

Aðalfundur Hestamannafélags Borgfirðings verður í Félagsheimilinu Vindási þriðjudaginn 28. nóvember og hefst kl 20.00 Dagskrá fundarins: Fundarsetning Kjör starfsmanna fundarins Skýrsla stjórnar Reikningar félagsins til samþykktar Skýrslur nefnda Umræður um skýrslu stjórnar, ársreikninga og skýrslur nefnda ásamt afgreiðslu á ársreikningum Fjárhagsáætlun fyrir næsta ár skal lögð fram af fráfarandi stjórn Kynning á inngöngu nýrra félaga og úrsögnum félagsmanna Kosning stjórnar, …

Firmakeppni Borgfirðings verður haldin 26. ágúst

Firmakeppni Borgfirðings

Firmakeppni Borgfirðings verður haldin sunnudaginn 27. ágúst. Kl 14. Keppt verður í eftirfarandi flökkum og röð. Þátttakendur ríða beint í braut í sínum flokki. Hvetjum alla til að koma tímanlega til að missa ekki af sínum flokki. Keppnisröð Pollaflokkur Byrjendaflokkur (konur og karlar) Börn Unglingar Kvennaflokkur Karlaflokkur Þau sem vilja styrkja með firmakaupum geta lagt inná félagið Kt:481079-0399 0326-13-004810 Eða …