Bikarmót Vesturlands – gæðingakeppni
Bikarkeppni Vesturlands – gæðingakeppni verður haldin á félagssvæði Borgfirðings 13. – 14. Júní n.k. Er keppnin lokuð öðrum en félögum þessara félaga. Er mótið lokað öðrum en félögum í hestamannafélögum á Vesturlandi, Dreyra – Borgfirðingi – Glað og Snæfellingi. Mótið er jafnframt gæðingakeppni Borgfirðings, Snæfellings og Dreyra.
Keppt er í eftirtöldum greinum og flokkum:
A flokkur gæðinga – 1. flokkur
A flokkur gæðinga – 2. Flokkur
B flokkur gæðinga – 1. Flokkur
B flokkur gæðinga – 2. Flokkur
Ungmennaflokkur
Unglingaflokkur
Barnaflokkur
Þessu til viðbótar er keppt í tveimur tilraunagreinum – niðurstöður birtast ekki í WorldFeng eða Kappa og flokkarnir eru aðeins til að halda utan um skráningu.
Gæðingatölt (skrá sem T3 í Sportfeng) – 1. flokkur – 2. flokkur (minna vanir) og 17 ára og yngri , unglingaflokkur
Gæðingakeppnisskeið – skráð sem gæðingaskeið PP2 í Sportfeng – opinn flokkur
Skráningargjöld eru kr. 5.000.- í fullorðinsflokkum og kr. 2.500.- í öðrum flokkum.
Fyrirspurnum og beiðnum um aðstoð má koma á framfæri í gegn um netfangið borgfirdingur@borgfirdingur.is . Skráning í gegn um Sportfeng (mótshaldari Borgfirðingur). Skráningarfrestur rennur út kl. 23:59 þriðjudagskvöldið 9. Júní. Ekki draga fram á síðustu stundu að skrá. Mótanefnd áskilur sér rétt til að fella niður keppni í þeim flokkum sem viðunandi skráning næst ekki.
Mótanefnd.
Skýringar við tilraunakeppnisgreinar: Í flokki 17 ára og yngri verða dæmd fjögur atriði, hægt tölt, stjónun og áseta á hægu tölti, fegurðartölt frjáls hraði og stjórnun á fegurðartölti frjáls ferð.
Í opnum flokki, minna vanir, verða dæmd fjögur atriði, hægt tölt, fegurðartölt frjáls hraði, vilji og fegurð í reið X2.
Í opnum flokki, meira vanir, verða dæmd fjögur atriði, hægt tölt, tölt með hraðamun, vilji og fegurð í reið X2. Leyfður verður meiri hraði á hægu tölti en í hefðbundinni töltkeppni.
Keppt í skeiði eins og í A flokki 3 dómarar dæma skeið. Einkunn fyrir tíma er helmingur á móti dómaraeinkunn. Tveir sprettir betri sprettur gildir.