Startmót Borgfirðings og Dreyra – opið mót

Startmót Borgfirðings og Dreyra
Startmót Borgfirðings og Dreyra verður haldið á félagssvæði Borgfirðings við Vindás sunnudaginn 7. Júní n.k. Hefst það kl. 12. Keppt verður í eftirfarandi flokkum og greinum.
Teymdir pollar og pollar.Skráning í tölvupósti)
*Barnaflokkur T7
*Unglingaflokkur T3
*Ungmennaflokkur T3
*2. Flokkur T7
*1. Flokkur T3
* Opinn Flokkur T1
*Nýhestaflokkur (Fegurðartölt, Stöðvað,
snúið við og sýnt annað hvort fegurðartölt eða brokk). Skráð er til keppni í þessum flokki undir Opinn flokkur Tölt T8.
*100m skeið.
Skráningargjöld eru kr. 2.500.- fyrir alla flokka nema polla og barnaflokk.
Skráning fer fram í gegn um Sportfeng og lýkur skráningu föstudaginn 5. Júní kl. 22.
Ef á aðstoð þarf að halda (eða skrá í pollaflokk) þá má senda póst á borgfirdingur@borgfirdingur.is eða hringja í 898-4569.
Mótanefndirnar