Bikarmót Vesturlands

Dagana 13, og 14. júní var Bikarmót Vesturlands haldið en komið var að okkur að halda það. Í þetta sinn var ákveðið að breyta til og hafa mótið gæðingakeppni sem er nýlunda en sem tókst afar vel. Félögin fjögur á Vesturlandi, Borgfirðingur, Dreyri, Glaður og Snæfellingur eru þátttakendur á bikarmóti en mótið var jafnframt gæðingakeppni Borgfirðings, Dreyra og Snæfellings. Glaður heldur sitt gæðingamót 27. júní n.k. 90 skráningar bárust og gekk mótið vel fyrir sig í alla staði, forkeppni á laugardag og öll úrslit á sunnudag. Auk hefðbundinna greina gæðingakeppni var keppt í tveimur tilraunagreinum, gæðingatölti í þremur flokkum og gæðingakeppnisskeiði. Tókst það vel og var þátttaka ágæt, sérstaklega í gæðingatöltinu. Heildarúrslit má nálgast í skjali. Hestamannafélagið Borgfirðingur var síðan stigahæsta félagið og þar með bikarmeistari Vesturlands árið 2020.

Samandregnar niðurstöður Bikarmóts Vesturlands 2020

Sigurvegarar Gæðingamóts Borgfirðings 2020 eru þessir:

A fl. gæðinga

Fjóla f. Eskiholti – eink. 8,54

Eig: Birna Kristín Baldursdóttir/Knapi Valdís Björk Guðmundsdóttir

B fl. gæðinga

Melódía f. Hjarðarholti – eink. 8,68

Eig: Þorvaldur Jónsson, Axel Örn Ásbergsson og Elín Magnea Björnsdóttir/Knapi Elín Magnea

Barnaflokkur

Kristín Eir Hauksdóttir Holaker – eink. 8,13

Hestur: Ísar f. Skáney – Eig: Haukur Bjarnason, Randi Holaker

Unglingaflokkur

Kolbrún Katla Halldórsdóttir – eink. 8,68

Hestur: Sigurrós f. Söðulsholti – Eig: Iðunn Silja Svansdóttir og Halldór Sigurkarlsson

Ungmennaflokkur

Arna Hrönn Ámundadóttir – eink. 8,28

Hestur: Hrafn f. Smáratúni – Eig: Ámundi Sigurðsson

Knapi mótsins – Kolbrún Katla Halldórsdóttir

Glæsilegasti hestur mótsins – Melódía f. Hjarðarholti.

Mynd Iðunnar Silju: Kolbrún Katla Halldórsdóttir og Sigurrós.