Ábending til allra félagsmanna!

Við viljum ítreka við félagsmenn að vegurinn frá Skilkletti og niður að Langá er ekki eingöngu reiðvegur, heldur er þetta vegur fyrir alla vegfarendur og viljum við því biðja ykkur um að sýna öllum virðingu og tillitssemi sem að fara þar um.  Einnig viljum við benda á að aðhaldið eigið að vera opið í báða enda þegar farið er af …

Allir með!!

Kæru félagar nú líður að aðalfundi félagsins sem haldinn verður þann 13. nóvember nk. í félgsheimilinu Vindási kl. 20. Við hvetjum félaga til að bjóða sig fram í stjórn félagsins eða í hinar fjölmörgu nefndir sem starfræktar eru Stjórn og nefndir https://borgfirdingur.is/stjorn-og-nefndir/ |Borgfirðingur Á listanum eru nöfn þeirra sem skipa stjórn og nefndir félagsins fram að boðuðum aðalfundi. Félagið byggir …

Aðalfundur 13.11.25 klukkann 20:00

Stjórn hestamannafélagsins Borgfirðings boðar til aðalfundar þann 13. nóvember nk. Fundurinn er haldinn í félagsheimili Vindási og hefst kl. 20.00 1. Fundarsetning 2. Kjör starfsmanna fundarins 3. Formaður leggur fram og kynnir skýrslu stjórnar, um störf félagsins á síðasta starfsári. 4. Gjaldkeri leggur fram reikninga félagsins til samþykktar, skoðaða og áritaða af skoðunarmönnum félagsins 5. Skýrslur nefnda 6. Umræður um …

Hrossatað í hesthúsahverfi í Borgarnesi

Kæru félagar Borgarbyggð hefur vakið athygli okkar á að hrossataði hefur verið hent á leiðinni upp í Einkunnir, haugurinn er við læk sem þar rennur.  Viðkomandi er beðinn að hirða skítinn. Hrossataðá að losa við Bjarnhóla. Verum öll til fyrirmyndar og förum eftir settum reglum, þá gengur allt betur. .

Félagsfundur í félagsheimili Borgfirðings 10 júní næstkomandi kl 21

  Boðað er til félagsfundar þriðjudaginn 10 júní næstkomandi kl 21  í félagsheimili Borgfirðings. Fundarefni er, vantrauststillaga borin upp á alla stjórn hestamannafélagsins Borgfirðings. Verði vantraustillagan samþykkt þá fari fram stjórnarkjör allra 8 stjórnarsæta til bráðabirgða þar sem nýtt fólk tekur við af fyrri stjórn fram að næsta aðalfundi.

Kerruplan

Vinsamleg ábending til þeirra sem það varðar að til stendur að taka til á kerruplani í hesthúsahverfinu okkar, einungis hestakerrur verða  leyfðar á kerruplani, í samstarfi við Borgarbyggð verður þeim sem ekki fjarlægja traktora og annað sem ekki á heima á kerruplani gefinn frestur til 20 maí að taka sínar eigur að öðrum kosti verður það fjarlægt á kostnað eiganda.

Tökum tillit til náttúrunnar

Vegna hlýinda undanfarna daga viljum við koma á framfæri við félagsmenn að vinsamlegast ekki nota reiðvegina okkar undir hrossarekstur og minnka notkun vallarins eins og hægt er,  tökum tillit til hvors annars og höfum að leiðarljósi að halda reiðvegunum og okkar frábæru aðstöðu í topplagi.

Við viljum heyra í þér

Ákveðið var á síðasta stjórnarfundi að gefa félagsmönnum kost á því að koma sínum skoðunum á framfæri, hvetjum ykkur til að senda okkur línu á netfangið borgfirdingur@borgfirdingur.is Ef þið hafið eitthvað sem þið viljið að við komum á framfæri til nefnda félagsins eða hvað sem þið viljið að við tökum fyrir á næsta fundi og fá svör við þá endilega …

Íþróttamanneskja Borgarfjarðar 2024

Kjör Íþróttamanneskju Borgarfjarðar 2024 fór fram sunnudaginn 19 janúar í Hjálmakletti.  Borgfirðingur átti þar fulltrúa á meðal 10 efstu Flosa Ólafsson viljum við óska honum innilega til hamingju með það.  Að þessu sinni kom það í hlut Borgfirðings að sjá um viðburðinn og veitingar hafi þau Friðrika og Eyþór kærar þakkir fyrir að taka þetta að sér fyrir hönd Borgfirðings