Boðað er til aðalfundar Hmf. Borgfirðings miðvikudaginn 17. Mars 2021. Verður hann að þessu sinni haldinn í Hjálmakletti og hefst kl. 20. Grímuskylda er á fundinum, en þó heimilt að taka hana niður í sæti. Gætt verður sóttvarnarreglna og fundaraðstöðu skipt í sóttvarnarhólf, reglum samkvæmt. Eru fundarmenn beðnir um að virða þær reglur sem koma til með að gilda á fundarstað.
Dagskrá aðalfundar eftirfarandi skv. lögum félagsins.
- Fundarsetning
- Kjör starfsmanna fundarins
- Formaður leggur fram og kynnir skýrslu stjórnar, um störf félagsins á síðasta starfsári.
- Gjaldkeri leggur fram reikninga félagsins til samþykktar, skoðaða og áritaða af skoðunarmönnum félagsins
- Skýrslur nefnda
- Umræður um skýrslu stjórnar, ársreikninga og skýrslur nefnda, ásamt afgreiðslu á ársreikningum
- Kynning á inngöngu nýrra félaga og úrsögnum félagsmanna
- Lagabreytingar, hafi tillaga eða tillögur komið fram (á ekki við að þessu sinni)
- Kosning stjórnar, varastjórnar, skoðunarmanna og nefnda.
- Ákvörðun um félagsgjöld og hagagjöld
- Fjárhagsáætlun fyrir næsta ár skal lögð fram af fráfarandi stjórn
- Önnur mál sem félagið varðar.
Stjórn Hmf. Borgfirðings