Aðalfundur 2020 – haldinn 17. Mars 2021.

Boðað er til aðalfundar Hmf. Borgfirðings miðvikudaginn 17. Mars 2021. Verður hann að þessu sinni haldinn í Hjálmakletti og hefst kl. 20. Grímuskylda er á fundinum, en þó heimilt að taka hana niður í sæti. Gætt verður sóttvarnarreglna og fundaraðstöðu skipt í sóttvarnarhólf, reglum samkvæmt. Eru fundarmenn beðnir um að virða þær reglur sem koma til með að gilda á fundarstað.

Dagskrá aðalfundar eftirfarandi skv. lögum félagsins.

  1. Fundarsetning
  2. Kjör starfsmanna fundarins
  3. Formaður leggur fram og kynnir skýrslu stjórnar, um störf félagsins á síðasta starfsári.
  4. Gjaldkeri leggur fram reikninga félagsins til samþykktar, skoðaða og áritaða af skoðunarmönnum félagsins
  5. Skýrslur nefnda
  6. Umræður um skýrslu stjórnar, ársreikninga og skýrslur nefnda, ásamt afgreiðslu á ársreikningum
  7. Kynning á inngöngu nýrra félaga og úrsögnum félagsmanna
  8. Lagabreytingar, hafi tillaga eða tillögur komið fram (á ekki við að þessu sinni)
  9. Kosning stjórnar, varastjórnar, skoðunarmanna og nefnda.
  10. Ákvörðun um félagsgjöld og hagagjöld
  11. Fjárhagsáætlun fyrir næsta ár skal lögð fram af fráfarandi stjórn
  12. Önnur mál sem félagið varðar.

Stjórn Hmf. Borgfirðings