Af beitarmálum: Fengist hefur undanþága til að sleppa fyrr í girðingar en samningur kveður á um. Er það vegna góðs árferðis en almennt líta girðingarnar vel út. Sleppa má í girðingarnar mánudaginn 3. júní. Þeir sem hugsa sér að nota skammbeitarhólf í hesthúshverfinu eru beðnir um að hafa samband við formann beitarnefndar Ólaf Þorgeirsson. Búið er að senda úr greiðsluseðla vegna sumar – og haustbeitar en beitargjöld eiga að greiðast fyrirfram. Svipuð eftirspurn og verið hefur undanfarin ár hefur verið eftir beit á vegum félagsins.