Netföng Hmf. Borgfirðings

Í tengslum við gerð heimasíðu félagsins hafa verið stofnuð þrjú netföng sem félagsmenn eru hvattir til að nota þegar hafa þarf samband við félagið. Eru þetta netföngin formadur@borgfirdingur.is , gjaldkeri@borgfirdingur.is og borgfirdingur@borgfirdingur.is . Síðasta netfangið endar hjá umsjónarmanni heimasíðu. Eru félagsmenn hvattir til að nota það netfang til að koma á framfæri ábendingum og fréttum/viðburðum sem eiga erindi við félagsmenn. Myndir eru alltaf vel þegnar enda segir mynd oft meira en mörg orð. Hestatengd námskeið, skemmtanir  og aðra  slíka viðburði er sjálfsagt að kynna félagsmönnum.