Gæðingamót Borgfirðings

Hestamannafélagið Borgfirðingur heldur gæðingamót sitt laugardaginn 8. júní n.k. Reiknað er með því að mótið klárist á einum degi. Keppt verður í hefðbundnum greinum gæðingamóts en nú verður einnig boðið upp á nýja grein, A flokk ungmennaflokks. Var samþykkt á LH þinginu í haust að bæta þeirri grein við.

Eftirtaldir flokkar og greinar verða á gæðingamótinu.

Barnaflokkur

Unglingaflokkur

A flokkur ungmenna

B flokkur ungmenna

B flokkur gæðinga

A flokkur gæðinga

Skráningar fara fram í gegn um Sportfeng og verður opnað fyrir þær á morgun, laugardag. Skráningargjöld eru kr. 3.000.- í barna – og unglingaflokki og kr. 4.000.- í öðrum flokkum. Dagskrá og tímasetning verður birt þegar skráningar liggja fyrir. Aðstoð og upplýsingar í s: 898-4569 eða borgfirdingur@borgfirdingur.is

Opið er fyrir skráningar til kl. 23:59 miðvikudaginn 5. júní.