Íslandsmót barna – og unglinga

Nú um helgina (18. – 21. júní) er Íslandsmót barna – og unglinga haldið á Selfossi. Þar taka þátt úr röðum Borgfirðings, þær Kristín Eir Hauksdóttir Holaker og Kolbrún Katla Halldórsdóttir. Lokið er keppni í fjórgangi, tölti og fimi. Er árangur okkar félaga þar frábær – Kolbrún Katla og Sigurrós f. Söðulsholti eru komin í A úrslit, bæði í fjórgangi ( annað sætið) og tölti unglinga (efst með 7,63). Kristín Eir Hauksdóttir Holaker og Ísar f. Skáney stóðu sig best í fimi í barnaflokki og er því Íslandameistaratitill í höfn hjá Kristínu Eir, glæsilegur árangur það. Hestamannafélagið Borgfirðingur hefur því eignast sinn fyrsta Íslandsmeistara.