Bikarmót Vesturlands

Ágætu félagar í hestamannafélögum á Vesturlandi. 

Þá er komið að Bikarmóti Vesturlands og að þessu sinni er það haldið í Stykkishólmi sunnudaginn 30 júlí. Þetta er mót sem opið er fyrir félagsmenn vestlenskra hestamannafélaga og er stigamót þannig að efstu þrír í hverri grein telja til stiga fyrir félagið (árangur í forkeppni gildir). Áskilinn er réttur til að fella niður grein ef færri en 3 skrá sig til leiks.

Keppnisgreinar eru:


Barnaflokkur: Fjórgangur V2 og tölt T3.
Unglingaflokkur: Fjórgangur V2 – Tölt T3 
Ungmennaflokkur: Fjórgangur V2 – Tölt T3 – Fimmgangur F2 – Gæðingaskeið PP1
Annar flokkur: Fjórgangur V2 – Tölt T3
Opinn flokkur:  Fjórgangur V2 – Tölt T3 – Fimmgangur F2 – Gæðingaskeið PP1 – 100 m. skeið
Skráningar fara fram í gegn um sportfeng líkt og áður. Mótshaldari er Snæfellingur. 
Skráningargjöld eru: Barna – og unglingaflokkur, kr. 2.000 – pr. skráningu. Ungmenna – annar – og opinn flokkur kr. 3.000.- pr. skráningu.
Skráningu lýkur um miðnætti miðvikudaginn 26 júlí. Netfang og símanúmer fyrir aðstoð er asdissig67@gmail.com sími 8458828 
Hestamannafélagið Snæfellingur væntir þess að sem allra flestir sjái sér fært að koma í Stykkishólm og keppa fyrir félag sitt.

Mótanefnd Snæfellings