Borgarverksmót Borgfirðings

Opið íþróttamót Borgarverks ehf.  og Hmf. Borgfirðings verður haldið á félagssvæði Borgfirðings dagana 25. og 26. maí. Keppt verður í eftirtöldum flokkum og greinum:

Flokkar og greinar:

Pollaflokkur – skráning í gegn um hmf.borgfirdingur@gmail.com

Barnaflokkur

Tölt T3 – Fjórgangur V2

Unglingaflokkur

Tölt T3 – Fjórgangur V2

Ungmennaflokkur

Tölt T3 – Tölt T4 – Fjórgangur V2 – Fimmgangur F2 – Gæðingaskeið

  1. flokkur

Tölt T3 – Fjórgangur V2

  1. flokkur

Tölt T3 – Fjórgangur V2 – Fimmgangur F2 – Gæðingaskeið

Opinn flokkur

Tölt T1 – Tölt T4 – Fjórgangur V1 – Fimmgangur F1 – Gæðingaskeið – 100 m. skeið.

Skráningargjöld: Barna – og unglingaflokkur – kr. 3.000.- pr. grein.  Í öðrum flokkum kr. 4.000.- pr. grein.

Skráningarfrestur er til  kl. 16 miðvikudaginn 22. maí og fer skráning fram í gegn um Sportfeng (mótshaldari Hmf. Borgfirðingur). Hægt er að komast beint inn í skráningarkerfið af heimasíðu Borgfirðings www.borgfirdingur.is . Ath: Mótið er einungis ætlað félögum sem skráðir eru í félög innan LH og verður keppt eftir þeim lögum og reglum sem um íþróttakeppni gilda.

Skráning í pollaflokk fer fram í gegn um netfangið hmf.borgfirdingur@gmail.com og þarf nafn og aldur knapa og nafn hests að koma fram ásamt upplýsingum um hvort teymt verður undir eða ekki. Ekki eru innheimt skráningargjöld í pollaflokki. Ath: Pollum er óheimilt að mæta til leiks á stóðhestum.

Áskilinn er réttur til að fella niður grein eða sameina með öðrum ef skráning er afar dræm.

Stefnt er að því að ráslistar verði tilbúnir til skoðunar að kvöldi 22. maí.

Upplýsinga og aðstoðar má leita í s: 898-4569 eða í gegn um netfangið kristgis@simnet.is

Mótanefnd Hmf. Borgfirðings.