Útför Gísla Höskuldssonar

S.l. laugardag, 18. desember, var jarðsunginn frá Reykholtskirkju Gísli Höskuldsson fá Hofstöðum í Hálsasveit. Hann var heiðursfélagi í Borgfirðingi, áður Faxa. Við athöfnina stóðu þrír félagar á gráum gæðingum heiðursvörð en grái liturinn var einkennandi fyrir hrossarækt Gísla. Félagið þakkar Gísla framlag sitt til hestamennskunnar og vottar fjölskyldu hans samúð.