Endurnýjun rafmagns í hesthúsahverfi

Uppfært 20.8.19

Endurnýjun rafmagns í Vindási og Selási. Eins og kunnugt er er á áætlun í sumar að Rarik endurnýji allar raflagnir í götum í hesthúsahverfinu í Borgarnesi. Nú eru hafnar framkvæmdir við verkið og byrjað á því að leggja streng milli hverfanna. Þess verður gætt að truflun verði sem minnst eftir því sem unnt er. Þar sem grafið verður samsíða götum verða lokanir í algjöru lágmarki. Settar verða inn meiri upplýsingar, bæði hér og á fb. síðu félagsins, þegar þær liggja fyrir. Hestamenn eru því beðnir um að taka tillit til þessara nauðsynlegu framkvæmda þegar um hverfið er farið.