FM 2021 – fyrsti dagur, 7.7.

Fjórðungsmótið hófst í morgun kl. 10. Aðstæður allar góðar og völlurinn í fínu standi og umgjörðin flott. Fyrst var forkeppni í ungmennaflokki og þar er Ísólfur Ólafsson í A úrslitum, 7. eftir forkeppni. Í b flokki gæðinga voru 10 hestar frá okkur skráðir til leiks og er Melódía f. Hjarðarholti og Elín Magnea Björnsdóttir í 3. sæti eftir forkeppni og í A úrslitum. Í 10. sæti er Guðmar Þór Pétursson og Hylur f. Flagbjarnarholti og í 12. sæti eftir forkeppni er svo Rökkvi f. Hólaborg og Þorgeir Ólafsson og taka þeir þátt í B úrslitum.

Einnig fór fram forkeppni í barna – og unglingaflokki. Í barnaflokki er Kristín Eir Holaker Ísar f. Skáney í 3. sæti, Embla Moey Guðpmarsdóttir og Skandall f. Varmalæk 1 í 5. sæti Aþena Brák Björgvinsdóttir og Hrafntilla f. Læarkoti í 8. sæti og fara þær allar í A úrslit.

Í unglingaflokki eru einnig þrír keppendur Borgfirðings í A úrslitum eftir forkeppni. Kolbrún Katla Halldórsdóttir og Sigurrós f. Söðulsholti eru í 2. sæti, Aníta Eik Kjartansdóttir og Rökkurró f. Reykjavík í 6. sæti og Kristín karlsdóttir og Smyrill f. Vorsabæ II í 8. sæti.

Á morgun verður byrjað á forkeppni í A flokki kl. 9 en dagskrá og ráslistar eru aðgengilegir í Kappa sem og í prentaðri útgáfu sem hægt er að nálgast m.a. í félagsheimilinu. Eins á Fb síðu mótsins.