Reykjavíkurmeistaramót

Reykjavíkurmeistaramótið í hestaíþróttum er orðið stærsta hestaíþróttamót á landinu. Rétt tæplega 900 skráningar voru á mótinu sem staðið hefur yfir í heila viku og lauk á sunnudeginum 20. júní. Nokkrir félagar úr Borgfirðingi voru skráðir til leiks og var árangur þeirra afar góður þegar á allt er litið. Verður hér reynt að geta þeirra sem riðu A og/eða B úrslit.

Guðmar Þór Pétursson 2. sæti í A úrslitum T3 í meistaraflokki (1. sæti e. forkeppni)

Guðmar  Þór Pétursson 6.-7. sæti V4 í meistaraflokki (6.-7. sæti e. forkeppni)

Embla Moey Guðmarsdóttir 6. sæti í A úrslitum T3 í barnaflokki (1. – 3. sæti e. forkeppni)

Embla Moey Guðmarsdóttir 3. sæti í A úrslitum V4 í barnaflokki ( 4. sæti e. forkeppni)

Tinna Rut Jónsdóttir 3. sæti í A úrslitum T4 í 1. Flokki (5. sæti e. forkeppni)

Kolbrún Katla Halldórsdóttir 7. sæti í A úrslitum V4 í unglingaflokki (4. – 5. sæti e. forkeppni)

Kristín Eir Hauksdóttir Holaker 3. sæti í B úrslitum í V4 í barnaflokki (7. sæti e. forkeppni)

Randi Holaker 1. sæti í B úrslitum og 5. sæti í A úrslitum F1 í meistaraflokki (9. – 12 sæti e. forkeppni)

Þorgeir Ólafsson 6. sæti í A úrslitum F2 í meistaraflokki (1. sæti e. forkeppni)

Ennfremur tóku þátt með góðum árangri þær Anna Renish í V1 í 1. flokki og Klara Sveinbjörnsdóttir í gæðinga – og sprettskeiði í 1. flokki. Einnig má geta þess að Kristín Eir Hauksdóttir Holaker keppti í gæðingaskeiði í unglingaflokki og varð í 10. sæti.