FM 2021 í Borgarnesi

Undirbúningsnefnd að Fjórðungsmóti Vesturlands í hestaíþróttum hefur gengið frá ráðningu við hinn landsþekkta Magnús Benediktson sem framkvæmdastjóra fyrir mótið. Hann hefur m.a. verið framkvæmdastjóri Spretts í Kópavogi en á nú og stýrir útgáfu Eiðfaxa. Fjórðungsmótið verður haldið í Borgarnesi dagana 7.-11. júlí í sumar. Hestamenn á Vesturlandi eru nú komnir á fullt við undirbúning mótsins, segir í tilkynningu frá undirbúningsnefnd. Þess má til gamans geta að Maggi Ben vann allar stökk-kappreiðarnar á FM 1988, þ.e. 250, 350 og 800 metrana, á Kaldármelum. (af vef Skessuhorns).