Í upphafi árs

Hestamannafélagið Borgfirðingur óskar öllum félagsmönnum sínum og öðrum velunnurum gleðilegs árs og þakkar fyrir það gamla.

Starfsemin varð nú ekki eins og til stóð á árinu 2020 en þó voru góðir dagar í sumar – þrjú glæsileg  mót voru haldin ásamt því að unnt var að ljúka námskeiðum sem byrjað var á í upphafi árs. Faxaborg var lokuð í 3 mánuði fyrri part árs og svo aftur nokkurn tíma í haust. En reiðhöllin er opin núna en gæta þarf að sóttvarnarreglum og fjölda. Hefur það haft margskonar áhrif á starfið. Sökum fjöldatakmarkana hefur ekki enn tekist að koma á aðalfundi félagsins en vonandi fer nú að styttast í það að hann verði auglýstur. Námskeiðið Afreksmótun LH 14 – 17 ára fyrir unglinga á Vesturlandi hefst nú á næstunni og vonandi verður hægt að hrinda af stað almennum námskeiðum fyrir börn og unglinga fljótlega.