Í dag var keppt í A flokki gæðinga og svo tölti T3 og T1 ásamt því að kynbótahross voru dæmd. Fara þau í yfirlitssýningu á morgun og kemur þá í ljós hvaða árangri þau hafa náð á þessari sýningu. Verður þeim gerð skil síðar.
Í A flokki gæðinga varð Kastor frá Garðshorni og Konráð Valur Sveinsson í 3. sæti og Forkur f. Breiðabólstað og Flosi Ólafsson í 6. sæti og fara þeir því beint í A úrslit á sunnudaginn. Þytur f. Skáney og Randi Holaker eru í 11. ssæti og Kolfinna f. Auðsstöðum og Flosi Ólafsson í því 14. Taka þau því þátt í B úrslitum á laugardaginn.
Í tölti T3, 17 ára og yngri, á Borgfirðingur 3 keppendur sem verða í B úrslitum á morgun föstudag kl. 17, eru það þær Kristín Karlsdóttir og Ómur f. Brimilsvöllum í 6. sæti, Kristín Eir Hauksdóttir og Sóló f. Skáney í 7. sæti og Aníta Eik Kjartansdóttir og Hörður f. Syðra-Skörðugili í því 9.
Í tölti T1 verður Guðmar Þór Pétursson á Sókrates f. Skáney í B úrslitum.
Töltkeppnin var firnasterk – efsti hestur er með 8,5 í einkunn og til að komast í B úrslit þurfti að ná 7,34 í einkunn. Það stefnir því allt í stórveislu, bæði í B og A úrslitum.