FM2021 – þriðji dagur 9.7.

Stutt yfirlit frá keppni dagsins:

Í dag var yfirlit kynbótahrossa og fór það fram á beinu braut aðalvallar og má finna allar niðurstöður á Worldfeng. Að lokinni yfirlitssýningu kynbótahrossa og verðlaunaveitingum hófust svo B úrslit í tölti. Í tölti T3 17 ára og yngri bar Kristín Karlsdóttir á Ómi f. Brimilsvöllum sigur úr býtum og tekur því þátt í A úrslitum. Aníta Eik og Hörður f. Ytra-Skörðugili hlutu 2. sætið (7. sætið) og Kristín Eik Hauksdóttir Holaker á Sóló f. Skáney 3. sætið (8. sætið).

Í tölti T3. B úrslitum,  átti Borgfirðingur engan keppenda en þar bar sigur úr bítum Svandís Lilja Stefánsdóttir úr Dreyra á Brjáni f. Eystra-Súlunesi.

B úrslit í töltiT1 voru afar sterk og glæsileg á að horfa. Þar vann Magnús Bragi Magnússon úr Skagfirðingi á Óskadís f. Steinnesi góðan sigur en þau hlutu 8 í einkunn. Guðmar Þór Pétursson og Sókrates f. Skáney urðu í 5. sæti (10. sæti)

Að lokinni keppni í töltinu tók við glæsileg ræktunarbússýning. Skáneyjarbúið átti glæsilegan hóp þar ásamt sex öðrum búum sem sýndu þarna árangur síns ræktunarstarfs.